
Eigandi framkvæmdar
Pálmatré ehf.
Pálmatré ehf er stofnað af hjónunum Pálma Pálssyni og Hildigunni Skúladóttur. Sjálfstæð starfsemi hófst vorið 1998 og í kjölfarið var fyrirtækið stofnað. Því hefur byggst upp mikil reynsla og þekking í verklegum framkvæmdum í gegnum tíðina og fyrirtækið þróast og þroskast með.
Pálmatré hefur starfað á almennum útboðsmarkaði og byggt meðal annars skólabyggingar, íþróttamannvirki, meðferðarheimili og tekið að sér viðhalds- og breytingaverkefni. Ásamt þessu sinnt eigin verkefnum í íbúðauppbyggingu í einbýlishúsum, raðhúsum og fjölbýlishúsum. Bændum og búaliði höfum við haft sérstaklega gaman af að sinna og byggt á bæjum fjósbyggingar, hænsnahús, svínahús, vélaskemmur og reiðhöll, ýmist uppsteypt hús, stálgrindarhús eða límtréshús.
Fyrirtækið er búið öflugum hópi starfsmanna sem býr yfir víðtækri reynslu á sviði bygginga og mannvirkja og bera því uppi hróður fyrirtækisins.
Á síðustu árum hafa kröfur aukist um innra gæðaeftirlit til að bæta skilvirkni fyrirtækja á vinnu og vöru. Pálmatré hefur sinnt innra gæðaeftirliti um árabil sem hefur þróast samhliða vexti fyrirtækisins.
Gæðamálin eru í sífeldri endurskoðun hjá okkur en helsta markmiðið er að skila vandaðri vöru, stunda heiðarleg viðskipti og tryggja þannig ánægju viðskiptavina.
Byggingaraðili
Pálmatré ehf.
Byggingastjóri
Pálmi Pálsson
Húsasmíðameistari
Róbert Aron Pálmason
Múrarameistari
Jóhann Gunnar Friðgeirsson
Raflagnir
Árvirkinn
Guðjón Guðmundsson
Pípulagnir
Veitandi ehf.
Skúli Guðmundsson
Málning
Litalausnir ehf.
Þorkell Ingi Þorkelsson
Loftræsting
ÞH Blikk
Þröstur Hafsteinsson
Jarðvinna
Fögrusteinar
Sigurður Ágústsson
Aðalhönnun
KRARK
Kristinn Ragnarsson
Burðar- og lagnahönnun
NNE
Hákon Örn Ómarsson
Raflagnahönnun
Lumex
Helgi Kr. Eiríksson